Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri

Háskólinn á Akureyri
1996-2013

Háskólinn á Akureyri er safn nýbygginga og endurbygginga eldri húshluta dvalarheimilisins Sólborg. Háskólinn er sá stærsti á landinu utan Reykjavíkur og telur nú um 8000 fermetra og 1500 nemendur. Verkefnið er afrakstur opinnar samkeppni sem haldin var árið 1996. Gláma•Kím arkitektar hafa unnið af verkefninu í áföngum á síðustu á þessu tímabili og á árinu 2013 lauk fimmta áfanga verkefnisins.

Verkið hlaut menningarverðlauna DV í flokki arkitektúrs árið 2014, Byggingarlistaverðlaun Akureyrar árið 2014 og árið 2012 fyrir 4. áfanga skólans. Jafnframt var verkefnið tilnefnt til Íslensku Byggingarlistarverðlaunanna árið 2007.

„Ofarlega í byggð Akureyrar í Hlíðarfjalli standa byggingar háskólans í skörpum, hvítmáluðum formum andspænis lyngi og lágvöxnum gróðri. Nýr hluti skólans tekur upp samræður við eldri hluti skólans og landslagið fyrir utan jafnframt því að húshlutum er skipað þannig að þeir örva mannleg samskipti innan dyra. Hinn hefðbundni tengigangur er brotinn upp með vandlega staðsettum gluggum sem vísa út í síbreytilega náttúruna annars vegar og inn í fastmótaðan húsagarð hins vegar. Yfirbragð bygginganna er fágað og samsetningar og smáatriði eru leyst á afar vandaðan hátt.“ (Úr umsögn dómnefndar Íslensku Byggingarlistaverðlaunanna 2007)

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og er stærsti háskóli á Íslandi utan Reykjavíkur. Byggingar háskólans voru upprunalega hannaðar á árunum 1967-75 sem heimili fyrir fatlaða, af Teiknistofunni Óðinstorgi. Á árunum 1998-2014, voru gömlu byggingarnar gerðar upp og nýjum álmum bætt við.

Í nýbyggingum og endurbótum á eldra húsnæði Háskólans er áhersla lögð á heillegt svipmót skólans. Eldri byggingar og staðhættir að Sólborg gefa tóninn fyrir nákvæma og varfærnislega nálgun. Smágerðum byggingareiningum er raðað saman og þær tengdar í eina heild með glerjuðum tengigangi. Þær mæta landslagi klettaholtsins sem umgjörð um fínleg garðrými sem mynda rausnarlegt bæjarrými, háskólatorg, út að bænum. Byggingarnar, torgið og trjáröðin mynda andhverfu við náttúruna umhverfis með formlegu bæjarrými innan útivistarsvæðisins.

Nýlega birti „The Institutional Review Team commissioned by the Quality Board for Icelandic Higher Education“ niðurstöðu úttektar sinnar á Háskólanum á Akureyri. Skýrslan er ítarleg og spannar alla þætti starfseminnar en á tveimur stöðum í skýrslunni er vikið sérstaklega að húsnæði skólans. Annars vegar kemur fram mikil ánægja nemenda með skólaumhverfið en í könnun sem gerð var árið 2013 segjast 88,4% nemenda ánægðir eða mjög ánægðir með kennsluumhverfið. Hins vegar er fjallað um jákvæð áhrif umhverfsins á nemendurna en í skýrslunni segir að vel hannaða skólaumhverfið sé hvetjandi fyrir nemendur skólans og styðji markvissa ástundun þeirra í námi. Þessi vitnisburður staðfestir þann metnað sem lagður var í verkefnið og og er í góðu samræmi við Menningarstefnu íslenskra stjórnvalda í mannvirkjagerð. (Menntamálaráðuneytið 2007)

Eftirfarandi viðtal við Sigurð Halldórsson arktekt hjá GlámuKím skýrir verkefnið vel. Myndskeiðið gerir skólanum prýðileg skil og sýnir samspil byggingarinnar við lóð og umhverfi. Sigurður segir frá hugmyndafræðinni á bak við hönnun skólans: http://www.n4.is/is/thaettir/file/verdlaunagardur-haskolans-a-akureyri

_ _ _

University of Akureyri
1996-2013

The new building is built adjacent to and surrounding the older university buildings. Emphasis is placed on a uniform and consistent style both in new-builds and refurbishments. The distinctive style creates a solid frame for the varied university life. The older buildings and the site set the tone for a precise and careful design approach. The individual units are relatively small and are interconnected to create a unified whole by a glass corridor building. The distinctive landscape is the frame for delicate garden spaces and a square connects the university area with the town. The square will be surrounded by buildings on three sides and from it one enters the main departments of the university.

The buildings, the square and the trees form a contrast to the surrounding landscape. The outdoor areas of the university are designed to be used both by the university and by the Akureyri community in general. A walking path that connects the residential areas below and above the university grounds is curved in onto the university square for an open interaction between the university and the town.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s